Leikhópur FAS tilnefndur til menningarverðlauna

26.feb.2016

MenningarverðlaunÍ gær voru menningarverðlaun Hornafjarðar veitt í Nýheimum. FAS átti þar sinn fulltrúa en leikhópur FAS var tilnefndur yrir sýninguna „Love ME DO“. Sú leiksýningin var sett upp í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar og skrifuð af leikstjóranum Stefáni Sturlu Sigurjónssyni. Hann hefur sett upp tvær sýningar með leikhópi FAS. Það er mikill heiður að skólinn hafi verið tilnefndur til þessara verðlauna. Þess má geta að „Love ME DO“ var heimsfrumsýnt á Hornafirði og þótti í alla staði takast mjög vel. Ekki síst vegna þess að tónlist og söngur var lifandi á hverri sýningu.
Átta aðrir einstaklingar og samtök voru tilnefnd til menningarverðlaunanna í gær. Það voru þau Soffía Auður Birgisdóttir og Bjarni F. Einarsson sem hlutu menningarverðlaunin að þessu sinni. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...